Sveriges mest populära poddar

Árið er

Árið er 2009 - fyrsti hluti

107 min • 1 april 2024
Hjaltalín sópar til sín verðlaunum, Jóhanna Guðrún stelur senunni í Moskvu og Árstíðir syngja sig inn í hug og hjörtu þjóðarinnar. Söngfuglinn Nanna Bryndís Hilmarsdóttir kveður sér hljóðs og Margrét Kristín Sigurðardóttir fabúlerar í fjórða sinn á plötu. Helgi Hrafn Jónsson dundar sér í garðinum, það haustar hjá KK, Múm poppar sig upp og Leone Tinganelli er hálfur Íslendingur. Fjallabræður hefja upp raust sína, Pascal Pinon dustar rykið af gömlu ævintýri og Berndsen kemur fram á sjónarsviðið. Mannakorn syngur yfir sokkinni þjóðarskútu, Morðingjarnir syngja manvísu, Todmobile er 25 ára og Stefán Hilmarsson þakkar fyrir sig. EGÓ snýr aftur í byltingargír, Stuðmenn syngja um ruglið, grasið grænkar hjá Milljónamæringunum Langa Sela og Skuggunum er drullukalt og Baggalútur segir að þetta sé búið. Í þáttunum, Árið er.... Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum, eru helstu straumar og stefnur í íslenskri tónlist til umfjöllunar og eitt ár tekið fyrir í einu. Meðal viðmælenda í 38. þættinum, í fyrsta hluta umfjöllunar um íslenska tónlistarárið 2009, eru Högni Egilsson, Guðmundur Óskar Guðmundsson, Guðmundur Kristinn Jónsson, Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, Margrét Kristín Sigurðardóttir, Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, Brynjar Leifsson, Jófríður Ákadóttir, Ásthildur Ákadóttir, Kristín Ylfa Hólmgrímsdóttir, Daníel Auðunsson, Gunnar Már Jakobsson, Ragnar Ólafsson, Bubbi Morthens, Halldór Gunnar Pálsson, Magnús Eiríksson, Davíð Berndsen og Haukur Viðar Alfreðsson. Umsjón: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson. Lagalisti: Hjaltalín - Suitcase Man Múm - Sweet Impressions Hjaltalín - Sweet Impressions Hjaltalín - Feels Like Sugar Hjaltalín - Hooked On Chili Ingó - Undir regnboganum Jóhanna Guðrún - Is It True Fabúla - Monster Fabúla - With His Eyes Closed Nanna Bryndís (Songbird) - We’re Getting Older Nanna Bryndís (Songbird) - Blueberry Mountain Nanna Bryndís (Songbird) - Happy Song Pascal Pinon - En þú varst ævintýr Pascal Pinon - Sandur Helgi Hrafn Jónsson - Digging Up A Tree KK - Þá kom haustið Sálin hans Jóns míns - Kominn tími til Ný Dönsk - Ég ætla að brosa Ívar Bjarklind - Nesti og nýir skór Múm - Sing Along Múm - Hullaballabalú Árstíðir - Sunday Morning Árstíðir - Með hallandi höfði Árstíðir - Heiðin Árstíðir - Látum okkur sjá Egó - Kannski var bylting vorið 2009 Egó - Í hjarta mér Egó - Fallegi lúserinn minn Egó - Eyjan græna Egó - Vonin er vinan mín Todmobile - Ert ekkjað djókí mér? Stuðmenn - Ruglið Karl Olgeirsson & Milljónamæringarnir - Grasið grænkar Leone Tinganelli - Hálfur Íslendingur Baggalútur - Þetta er búið Beggi Dan & Tryggvi Már Gunnarsson - Þegar þungar þrautir Langi Seli og skuggarnir - Ryk og sól Langi Seli og skuggarnir - Drullukalt Fjallabræður - Tröllasöngur Fjallabræður - Minni Færeyinga Fjallabræður ásamt Magnúsi Þór - Freyja Mannakorn - Þjóðarskútan Mannakorn - Elska þig Buff - Reyndu aftur Berndsen - Lover in the dark Berndsen - Supertime Morðingjarnir - 81 (sé þig aldrei meir) Morðingjarnir - Manvísa Morðingjarnir - Sunnudagsmorgunn í Reykjavík Bróðir Svartúlfs - Gullfalleg útgáfa af forljótum náunga Stefán Hilmarsson - Þakka þér fyrir Stefán Hilmarsson - Aldrei einn á ferð
Kategorier
Förekommer på
00:00 -00:00