Bakherbergið: Þarf maður alltaf að verja allt sem maður á í pólitík?
Þórhallur og Andrés fara yfir það hvernig pólitíkusar eigi að nálgast eigin feril, líka þegar á móti blæs og Andrés gerir upp eigin framboðsraunir sem enginn man (sem betur fer) eftir.
Farið er yfir Dags og Kristrúnar drama-ið, Lilju og Sigurðar Inga drama-ið, Sýnar drama-ið, næsta varaformann Samfylkingarinnar, langsótta hugmynd að næsta oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík sem barst þættinum, lífslíkur meirihlutans í borginni, nefndarformennskur á þingi og formannskjörið í Sjálfstæðisflokknum.
Þá lýsa þáttastjórnendur yfir ást sinni á hagræðingarútspili ríkisstjórnarinnar og á hugmyndum Sjálfstæðisflokksins í borginni um byggð í Viðey og meðfram sjávarsíðunni. Skipulagsmál eru auðvitað hið pólitískasta af allri pólitík.
Samstarfsaðilar þáttarins:
👷🏻♀️Sjóvá
🍺Bruggsmiðjan Kaldi
🎧 Storytel - story.tel/bakherbergid
💼 Gott fólk
——
📋 Prósent
Stef: Gold On The Ceiling - The Black Keyes
Tenglar á hluti sem komu til umræðu í þættinum: