Nú verður litið til þáttar sem er órofa partur af dægurtónlistarmenningu samtímans. Nöfn margra hljómsveita búa yfir stöðluðum leturgerðum og útliti, svokölluðu lógói (AC/DC, Rolling Stones) og sumar hverjar eiga sér meira að segja lukkudýr, Iron Maiden og ófrýnilega forynjan Eddie t.d. Allt þetta verður tekið til kostanna í sennilega myndrænasta þætti BP frá upphafi!