Undir lok síðustu aldar, í miðjum heimsfaraldri númetals, þá myndaðist á Íslandi þétt sena í kringum nokkrar innlendar harðkjarnasveitir. Bisund hét ein. Spitsign var önnur. Svo kom Mínus. Hratt og örugglega spruttu enn fleiri hljómsveitir upp eins og gorkúlur, sem fullnægðu brýnni mosh-þörf ungdómsins af miklum myndarskap.