Sveriges mest populära poddar

Draugar fortíðar

#129 Grettir Ásmundarson

122 min • 1 februari 2023

Í þessum þætti skoðum við aðalsöguhetju Grettis sögu sem er ein sú þekktasta af Íslendingasögunum. Raunar verður að spyrja sig hvort rétt er að nota orðið „hetja“ yfir Gretti því hann var glæpamaður og útlagi. Vissulega drýgði hann hetjudáðir og tókst á við ill öfl sem enginn annar réði við. Þó er það harmurinn sem ræður ríkjum í Grettis sögu. Hún er saga manns sem hafði margt til brunns að bera, fáheyrðan líkamlegan styrk en einnig mikið hugrekki og óttaleysi. Í fari hans voru þó alvarlegir skapgerðarbrestir sem urðu honum að lokum að falli. Grettis saga vekur því upp margar spurningar um hvað sé hin svokallaða „karlmennska“ og mögulega eru engar Íslendingasögur sem eiga jafn vel við umræðu samtímans.

Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon

Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum
Umræðuhópur Drauganna á Facebook
Förekommer på
00:00 -00:00