Sveriges mest populära poddar

Draugar fortíðar

#142 Konurnar í lífi Hitlers

165 min • 3 maj 2023
Þegar þeirri spurningu er kastað fram hver sé mögulega versta manneskja sem verið hefur uppi, kemur nafn Adolf Hitlers fljótt upp. Hann leiddi þjóð sína og raunar veröldina alla út í verstu og mannskæðustu styrjöld sögunnar. Ofstækisfullar skoðanir hans voru fullar af hatri og illsku. Það er erfitt að ímynda sér að þannig maður hafi getað elskað. Þó er það svo að Adolf Hitler átti í ástarsamböndum eða a.m.k. mjög nánu sambandi við nokkrar konur. Sögur þeirra eru sorglegar enda var greinilega ekki tekið út með sældinni að vera kærasta Hitlers. Í þessum þætti skoðum við þær þrjár sem virtust eiga í nánu sambandi við einræðisherrann alræmda. Það eru þær Geli Raubal, Unity Mitford og Eva Braun.

Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon

Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum
Umræðuhópur Drauganna á Facebook
Förekommer på
00:00 -00:00