Sveriges mest populära poddar

Draugar fortíðar

#230 Brjálaði baróninn: Sagan af Roman von Ungern-Sternberg

109 min • 5 februari 2025

Komið hefur fyrir að sérvitrir herforingjar hafi klofið sig frá aðalhernum í styrjöldum og umbreyst í stríðsherra með sitt eigið lið og farið sínu fram. Roman von Ungern-Sternberg er einn þessara manna og líklega einn sá einkennilegasti og alræmdasti. Hann fór að sjá sig sem einhverskonar holdgerving mongólska herforingjans Djengis Khan. Hann sauð saman stórundarlega blöndu af rússneskri réttrúnaðarkristni og austurlenskum búddisma og taldi sig fylgja guðlegri forsjón. Saga hans er full brjálsemi, ofbeldis og blóðsúthellinga. Þátturinn er ekki við hæfi barna og í honum eru lýsingar á ofbeldi sem gætu farið fyrir brjóstið á fólki.

Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon

Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum
Umræðuhópur Drauganna á Facebook
Förekommer på
00:00 -00:00