Sveriges mest populära poddar

Draugar fortíðar

#45 Svarta svalan

107 min • 24 mars 2021

Umfjöllunarefni þáttarins er maður að nafni Eugene Bullard. Hann var fæddur í suðurríkjum Bandaríkjanna árið 1895. Bullard var svartur á hörund og hann ákvað á barnsaldri að hann yrði að komast burt. Hann hafði heyrt föður sinn segja frá landi í Evrópu þar sem „litað“ fólk væri ekki ofsótt og myrt eins og var allt of algengt á heimaslóðum Bullards. Þangað ákvað Bullard að fara og við tók sérlega viðburðarík ævi. Saga Bullards er saga mótlætis og illsku en einnig af hugrekki og sigrum.

Förekommer på
00:00 -00:00