Í næsta þætti halda þeir Baldur og Flosi áfram að ræða um hverfulleika lífsins og hvort landbúnaður í Albaníu á sjötta áratug síðustu aldar geti mögulega verið efni í hlaðvarp. Aðal umræðuefnið verður þó afar dularfullt mál sem enn veldur mörgum heilabrotum: Hví fór skyndilega allt í bál og brand á bráðamóttöku í Bandaríkjunum eitt febrúarkvöld árið 1994?