Hvernig verður okkar minnst? Munu komandi kynslóðir ausa okkur lofi eða verðum við brennimerkt sem hreinræktuð illmenni, jafnvel mörg hundruð árum eftir okkar tíma? Verður það sannleikanum samkvæmt? Í þessum þætti tökum við fyrir sögu ungversku greifynjunnar Elizabeth Bathory. Hún hefur löngum verið talin ein viðurstyggilegasta manneskja sögunnar. Sögur eru um að hún hafi baðað sig í blóði ungmeyja til að viðhalda fegurð sinni. Ef kafað er aðeins dýpra í söguna kemur þó ýmislegt í ljós sem bendir til þess að þetta geti allt verið uppspuni og rógur. Var Elizabeth Bathory kannski ekki djöfull í mannsmynd heldur góðlynd aðalskona sem gerði allt hvað hún gat til að hjálpa fólki sínu?
Draugarnir eru á Patreon og bjóða nú upp á ársáskrift með góðum afslætti. Skoðið málið nánar hér: https://www.patreon.com/draugarfortidar