Sveriges mest populära poddar

Draugar fortíðar

#56 Sólstormurinn mikli 1859

99 min • 9 juni 2021

Flestir glotta eða jafnvel hlæja ef minnst er á veður í geimnum. Þó er geimveðurfræði að færast í aukana og það er mikilvægt. Þeir stormar sem þar geisa geta haft mun meiri áhrif en stormar á jörðu niðri. Í þessum þætti tölum við um einn slíkan. Vísindamenn í Bandaríkjunum hafa bent á að ef slíkur stormur myndi skella á jörðinni, yrðu það hamfarir af margfaldri stærðargráðu. Fellibylurinn Katrina er sem lítil vindhviða í samanburði. Árið 2012 fór afar öflugur sólstormur rétt framhjá jörðinni en hefði hann lent á okkar litlu plánetu, værum við líklega ennþá að kljást við afleiðingar þess.

Draugarnir eru á Patreon og bjóða nú upp á ársáskrift með góðum afslætti. Skoðið málið nánar hér: https://www.patreon.com/draugarfortidar

Vantar þig eitthvað utan um þig eða kaffið þitt? Ekki örvænta, hér er vefverslun Drauganna: https://bit.ly/3aeV0ma
Förekommer på
00:00 -00:00