Hann spilar stærri rullu í lífi fólk en það mögulega gerir sér grein fyrir. Hvort sem maður trúir á tilvist hans eða ekki, þá er erfitt að finna fullorðinn einstakling sem ekki kannast við a.m.k. eitt af þeim nöfnum sem hann hefur borið í gegnum tíðina: Belzebub, Lúsifer, Leviathan og það þekktasta: Satan. En hvaðan kemur Satan? Hver er hans saga? Hefur hann verið eins í gegnum aldirnar eða tekið breytingum? Birtist hann í öðrum trúarbrögðum en þeim þremur sem kennd eru við Abraham? Þessi þáttur leitast eftir að skyggnast í sögu sjálfs myrkrahöfðingjans sem yfirleitt er nefndur Satan.