Sveriges mest populära poddar

Draugar fortíðar

#63 Óðs manns æði á úthafinu

102 min • 28 juli 2021
Lengi hefur hafið heillað fólk. Ekki aðeins er það matarkista og mikilvæg flutningaleið. Það hefur einnig sérstakt aðdráttarafl sem erfitt er að lýsa í orðum. Þessi rennblauta eyðimörk hefur verið mörgu skáldinu yrkisefni og fólk sem dvalist hefur mánuðum saman á úthafinu hefur lýst alls konar hugbreytingum sem það hefur orðið fyrir. Svo er einnig um manninn sem við segjum frá í þessum þætti. Hann hét Donald Crowhurst og í lok sjöunda áratugar stefndi hann á að sigla í kringum hnöttinn í kappi við þrautreynda siglingamenn. Sjálfur hafði Crowhurst nær enga reynslu af siglingum. Þá fór í hönd atburðarás sem er mjög áhugaverð og gæti jafnvel verið fyndin ef hún væri ekki svona ógurlega sorgleg.

Það eru Borg Brugghús/Bríó, Sjóvá og Pizzan sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤

Farið inn á www.pizzan.is og notið afsláttarkóðann „hljodkirkjan“ til þess að fá 40% afslátt af öllum sóttum pizzum af matseðli!

Draugarnir eru einnig á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum
Umræðuhópur Drauganna á Facebook
Förekommer på
00:00 -00:00