Sveriges mest populära poddar

Draugar fortíðar

#67 Lán í óláni

97 min • 25 augusti 2021
Þessi þáttur snýst um fyrirbrigði sem flestum er hugleikið. Það má segja að fáir hlutir séu þráðir jafn heitt og gæfan. Á þessu eru margar hliðar. Ólán er að ýmsu leyti náskylt láni og bara hin hliðin á teningnum. Í sumum trúarbrögðum og goðafræði er það sami guðinn eða gyðjan sem stjórnar því hvort maður er heppinn eða óheppinn. Nær allir menningarheimar eiga sér slík goð og í Japan eru það hvorki meira né minna en sjö guðir sem stjórna gæfunni. Það er ólán að detta niður stiga en ef þú slasast ekki má segja að það sé í lán óláni. Þetta er því nátengt og í þessum þætti skoðum við þetta nánar. Við segjum frá króatíska bjartsýnismanninum Frane Selak sem segist hafa verið heppinn en saga hans er alveg ótrúleg.

Það eru Borg Brugghús/Bríó og Pizzan sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤

Kíkið inn á www.pizzan.is og notið afsláttarkóðann „hljodkirkjan“ til þess að fá 40% afslátt af öllum sóttum pizzum af matseðli!

Draugarnir eru einnig á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum
Umræðuhópur Drauganna á Facebook
Förekommer på
00:00 -00:00