Sveriges mest populära poddar

Draugar fortíðar

#78 Plast

89 min • 10 november 2021

Erfitt er að ímynda sér hvernig heimurinn var áður en plast var fundið upp. Matarílát voru iðulega úr postulíni, viði og jafnvel málmi. Auk þess voru alls kyns dýraafurðir notaðar í miklum mæli. Plastið er ótrúlegt efni, svo endingargott að það tekur margar aldir að brotna fullkomlega niður. Það þýðir að nær allt plast sem hefur verið framleitt er enn á plánetunni í einhverjum mæli. En þessi kostur plastsins er einnig þess stóri ókostur. Auk þess er framleiðsla á því að aukast, ekki minnka. Mest af því notum við aðeins einu sinni og svo er því hent. Ekki sérlega gáfuleg notkun á efni sem endist í 500 ár. Í þessum þætti skoðum við sérstaklega áhrif þess á nokkuð sem er báðum þáttastjórnendum kært: Hafið.

Það eru Borg Brugghús/Bríó og Bónus sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤

Draugarnir eru einnig á Patreon

Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum
Umræðuhópur Drauganna á Facebook
Förekommer på
00:00 -00:00