Stuðningsfólk okkar á Patreon fær reglulega að velja um nokkur efni sem þau vilja heyra okkur taka fyrir. Að þessu sinni stóð valið á milli þriggja fyrirbæra úr íslenskum þjóðsögum en það voru draugar, tröll og huldufólk. Skemmst er frá því að segja að draugarnir sigruðu með yfirburðum. Það er kannski vel við hæfi. Bæði passar það vel við nafnið á hlaðvarpinu en einnig spilar það mögulega inn í að draugar eru Íslendingum afar hugleiknir. Kannanir sýna að yfir 70% Íslendinga telja mjög líklegt eða öruggt að vofur og afturgöngur séu raunveruleg fyrirbrigði. Í þessum þætti skoðum við þetta nánar og segjum aðeins frá helstu draugum íslenskra þjóðsagna.
Það eru Borg Brugghús/Bríó, Bónus og Sjóvá sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤
Hér finnið þið Patreon-ið