Sögusviðið er seinni heimsstyrjöld 1944 -1945. 19 ára gamall drengur frá Michican-fylki í Bandaríkjunum kastar sér niður í fallhlíf yfir Frakklandi. Hann er fljótt tekinn til fanga og færður í þýskar fangabúðir. Þaðan reynir hann ítrekað að sleppa og tekst það nokkrum sinnum en alltaf handsamaður aftur. Í eitt skiptið nær hin illræmda Gestapó honum og hann er heppinn að lifa af þau kynni. Að lokum sleppur hann og finnur sovéska skriðdrekasveit sem stjórnað er af Alessöndru Samusenku, eini skriðdrekaforinginn í síðari heimsstyrjöld sem var kona. Með þeim tekst vinátta, Josehp berst með sovéska hernum og tekst meira að segja að frelsa fangabúðirnar þar sem hann sjálfur var í haldi. Sumar sögur eru þannig að maður hugsar: "Af hverju er ekki búið að gera kvikmynd um þetta!?" Þetta er ein af þeim sögum. Joseph Beyrle er bandarísk hetja en hann er jafnvel enn meiri hetja í Rússlandi, einnig í nútímanum. Vandamálið er bara að Rússland og Vesturlönd hafa nær aldrei verið neitt sérstakir vinir. Þess vegna er þessi kvikmynd ekki til. Nú er þó til íslenskur hlaðvarðsþáttur um hina ótrúlegu sögu Joseph Beyrle.
Það eru Borg Brugghús/Bríó og Bónus sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤
Draugarnir eru einnig á Patreon
Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum