Sveriges mest populära poddar

Draugar fortíðar

#LD1 Villta vestrið | Hljóðkirkjan & áhorfendur

130 min • 22 oktober 2021

Það eru eflaust fá tímabil í mannkynssögunni sem hafa ratað jafn oft á blaðsíður skáldsagna, leiksviðið eða hvíta tjaldið, eins og hið svokallaða "villta vestur" á 19. öld. Nær allir jarðarbúar kannast við sögur af harðduglegum kúrekum, blóðþyrstum indíánum og illmennum sem skjóta hvorn annan með köldu blóði í harðvítugu einvígi þar sem skjótasta skyttan sigrar. En hvar endar raunveruleikinn og skáldskapur tekur við? Hvernig stendur á því að kúrekar biómyndanna eru alltaf hvítir karlmenn? Hvar eru konurnar? Voru frumbyggjar alltaf í vígahug? Við nánari skoðun kemur í ljós að nánast ekkert úr kvikmyndunum er raunsönn lýsing á villta vestrinu og raunar var það ekkert sérstaklega "villt"!

Þessi þáttur var tekinn upp á fyrsta lifandi viðburði Hljóðkirkjunnar þann 7. október 2021 á Húrra, en þar hittu Draugarnir fólk í fyrsta sinn. 

Það eru Borg Brugghús og Bríó sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤

Draugarnir eru einnig á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum
Umræðuhópur Drauganna á Facebook
Förekommer på
00:00 -00:00