Tíminn flýgur! Allt í einu gáfum við mæðgur bara út 10 þætti, ásamt einum örþætti. Þetta er búið að vera heljarinnar ævintýri og hreint út sagt dásamlegt ferli. Við fengum frábæra viðmælendur til okkar og sköpuðum mörg ný móment saman sem við erum svo þakklátar fyrir. Næstu skref eru að njóta jólanna og taka á móti barni. Góða hlustun, heyrumst á nýju ári!