Sveriges mest populära poddar

Rokkland

Eru einhver góð lög á þessari plötu?

115 min • 20 mars 2016
Lifun í 45 ár - Árið 2009 gaf SENA út bók sem heitir 100 bestu plötur Íslandssögunnar. Þeir sem skrifuðu voru Jónatan Garðarsson og Arnar Eggert Thoroddsen og bókin fjallar um 100 bestu hljómplötur Íslandssögunnar. Listinn sem þeir unnu eftir var settur saman af stórum hópi fólks úr íslenska músík-bransanum og með kosningu almennings. Ágætis byrjun með Sigur Rós frá árinu 1999 lenti í fyrsta sæti á þessum lista en í öðru sæti er platan Lifun með hljómsveitinni Trúbrot sem kom út 29. Júní árið 1971. Hér er topp 10 listinn: 1. Ágætis byrjun ? Sigur Rós 2. Lifun ? Trúbrot 3. Á bleikum náttkjólum ? Megas & Spilverk þjóðanna 4. Hinn íslenzki þursaflokkur ? Þursaflokkurinn 5. Sumar á Sýrlandi ? Stuðmenn 6. Debut ? Björk 7. Gling Gló ? Björk & Tríó Guðmundar Ingólfssonar 8. Ísbjarnarblús - Bubbi Morthens 9. Með suð í eyrum við spilum endalaust ? Sigur Rós 10. Sturla ? Spilverk þjóðanna Lifun verður 45 ára núna í sumar og af því tilefni voru haldnir tónleikar í Eldborg fyrir skemmstu þar sem platan var spiluð í heild sinni af landsliði tónlistarmanna og söngvara í bland önnur lög Trúbrots. Sérstakir gestir voru þeir Magnús Kjartansson og Gunnar Þórðarson Trúbrotsmenn og Shady Owens sem var fyrsta söngkona hljómsveitarinnar Þetta verður endurtekið næsta laugardag og þá hljóðritað fyrir Rás 2. Hér má kynna sér það betur. En fyrir 25 árum síðan, um páskana, var haldið upp á 20 ára afmæli Lifunar með þremur þáttum hér á Rás 2. Þær Andrea Jónsdóttir og Lísa Pálsdóttir sáu um þá þátagerð og Rokkland í dag er að miklu leyti byggt á Þessum 25 ára gömlu þáttum ? með góðfúslegu leyfi þeirra Lísu og Andreu. Við heyrum alla liðsmenn Trúbrots segja frá Lifun en í dag eru þrír af þeim fallnir frá - þeir Karl Sighvatsson orgelleikari, trommarinn Gunnar Jökull og bassaleikarinn og söngvarinn Rúnar Júlíusson. Með þeim voru í Trúbrot á Lifunartímanum þeir Gunnar Þórðarson (gítar, söngur ofl) og Magnús Kjartansson (söngur og píanó). Þetta voru ungir menn, stútfullir af metnaði og það skilaði sér á Lifun.
Kategorier
Förekommer på
00:00 -00:00