Við förum í tónlistarferðalag til Bandaríkjanna í þættinum í dag og sögumaður er Gunnlaugur Sigfússon sem sá um þáttinn Plötuskápinn hérna á Rás 2 ásamt Halldóri Inga Andréssyni og Sigurði Sverrissyni fyrir nokkrum árum.
Gulli og vinur hans Finnbogi Marinósson fóru saman í músík-bíltúr um Bandaríkin í fyrra og heimsóttu staði semþeir höfðu lesið um í músíkblöðum og bókum síðan þeir voru unglingar. Þeir óku 8.000 kílómetra, fóru til Memphis, Clarksdale, Nashville, Chicago og Muscle Shoals til dæmis.