Iceland Airwaves fór fram um síðustu helgi og Rokkland var á svæðinu eins og undanfarin 24 ár.
Þeir Þorsteinn Stephensen sem var framkvæmdatsjóri Airwaves fyrstu árin og Baldur Stefánsson sem var í Gus Gus á þeim tíma sögðu okkur frá upphafinu í síðasta þætti og þið getið fundið það á ruv.is eða í RÚV spilaranum.
En í Rokklandi dagsins heyrum við í ýmsu fólki sem Rokkland rakst á - á Airwaves; Kevin Cole frá KEXP, útvarpsmenn frá ríkisútvarpsstöðvum í Frakklandi og Eistlandi t.d. Fríða Dís kemur við sögu, Pétur Ben og gítarmaðurinn Reynir Snær sem spilaði með ýmsum á Airwaves í ár.
Og svo eru það Þórhildur og Stefán sem eru í Facebook-grúppu sem heitir ömmur og afar á Airwaves. Þau halda árlega partí á laugardeginum á Airwaves – bjóða hópi af vinum sínum í mat áður en það er lagt í´ann út í kvöldið.
Við heyrum brot af tónleikum hátíðarinnar með fólki eins og Elínu Hall, Kælunni Miklu, Úlfur Úlfur, INspector Spacetime ofl.