Tónlistarkonan K. Óla kemur í heimsókn en hún var að senda frá sér plötuna Skiptir mig máli.
Hún hefur verið undanfarin ár í tónlistarnámi í Danmörku en var að spila á Airwaves um helgina og það var fullt úr út dyrum á Gauknum og biðröð langt út á götu.
Bubbi Morthens var að senda frá sér enn eina plötuna. Sólóplötu númer 37! Fyrsta platan – Ísbjarnarblús kom út 1980, og síðan þá hafa þær komið í löngum röðum.
Platan heitir Dansaðu og Arnar Guðjónsson (Leaves) upptökstjóri plötunnar sem búið hefur undanfarið í Malmö í Svíþjóð segir okkur frá vinnunni með Bubba. Og svo kemur annar Arnar í heimsókn líka – Arnar Eggert Thoroddsen og tekur plötuna út.
En byrjum aðeins á Airwaves sem fagnar 25 ára afmæli í ár, Við rifjum upp hvernig þessa mikilvæga tónlistarhátíð varð til árið 1999 með tveimur lykilmönnum; Þorsteini Stephensen sem var framkvæmdastjóri hátíðarinnar fyrstu árin og Baldri Stefánssyni sem var í Gus Gus á upphafsárunum.