Sveriges mest populära poddar

Rokkland

Keith Richards og sveim frá Tálknafirði

104 min • 11 oktober 2015
Jón Ólafsson og Futuregrapher og Keith Richards eru í aðalhlutverki í Rokklandi dagsins. Platan EITT með þeim Jóni Ólafssyni úr Ný Dönsk og raftónlistarmanninum Futuregrapher sem kom út núna á dögunum hfur vakið mikla athygli. Hún vakti líka athygli mína og þess vegna hlustaði ég á plötuna og bað þá Jón og Tálknfirðinginn Árna Grétar sem er nafn Futuregrapher, í kjölfarið um að heimsækja Rokkland. Við heyrum í þeim og lög af plötunni í þætti dagsins. Keith Richards verður 72 ára í desember. Ég held að það sé útbreidd og almenn skoðun að það sé mjög skrýtið að maðurinn skuli vera á lífi, að hann sé ekki löngu dauður eftir allan ólifnaðinn, brennivínið, dópið, grasið og sígaretturnar. En áfram skröltir hann þó og núna í september var þriðja sólóplatan hans að koma út. Hún heitir Crosseyed Heart og um hana hefur veruð talsvert fjallað í músíkpressunni um allan heim. Hún hefur líka náð hærra á vinsældalistum en hinar plöturnar hans tvær (Talk is cheap 1988 og Main Offender 1992). Hún náði t.d. alla leið í fyrsta sæti í Austurríki og í Argentínu. Ég ætla að spila lög af öllum sólóplötunum hans hérna á eftir og svo heyrist aðeins í honum sjálfum, og Rolling Stones líka. Biggi Hilmars og Lennon, og Morrissey koma líka við sögu.
Kategorier
Förekommer på
00:00 -00:00