Sveriges mest populära poddar

Rokkland

OASIS snýr aftur

112 min • 8 september 2024
Hljómsveitin Oasis sprakk í loft upp í ágúst 2009 rétt áður en hún ætti að stíga á svið á tónlistarhátíðinni Rock ein Seine í París. Síðan þá hafa bræðurnir í hljómsveitinni, lagasmiðurinn Noel Gallagher og söngvarinn Liam Gallagher ekki talast við - þar til núna nýlega og nú er kominn á friður milli bræðranna. Byssurnar eru þagnaðar – stjörnurnar hafa raðað sér upp – biðin mikla er á enda – komið og sjáið – þessu verður ekki sjónvarpað, sagði í fréttatilkynningu frá hljómsveitinni sem var birt á heimasíðu hennar 27. ágúst sl. Þá var auglýst tónleikaferð um Bretland næsta sumar - 17. tónleikar í Wales, Skotlandi, Írlandi og Englandi, og það seldust meira en ein milljón miða í einum grænum. MIðasölukerfi fóru á hliðina og milljónir manna sem reyndu að kaupa miða fengu enga miða. Það lítur út fyrir að Oasis ætli að túra um allan heim á næsta ári og kannski árin þar á eftir, og í dag er fyrsta plata sveitarinnar; Difinitely Maybe sem kom út 1994 á toppnum á breska vinsældalistanum. Safnaplatan Time Flies 1994-2009 er í þriðja sæti og í því fjórða er önnur plata Oasis - What´s the story morning glory sem kom út 1995. Rokkland hefur fylgst vel með Oasis allt frá upphafi 1995 og í þætti vikunnar rifjum við upp brot úr gömlum þáttum og skoðum fyrstu árin í sögu þessarar kraftmiklu og merkilegu hljómsveitar frá Manchester á Englandi.
Kategorier
Förekommer på
00:00 -00:00