Rokkland dagsins er tvískipt. Elín Hall (Elín Sif Hall) kemur í heimsókn og við spjöllum um nýju plötuna hennar og svo minnumst við Shane MacGowan söngvara og skálds þjóðlagapönkarana í The Pogues. Fókusinn er á anti-jólalagið Fairytale of New York sem kom út 1987 en er í dag í 4. sæti breska vinsældalistans og í toppsæti írska vinsældalistans. Útför Shane?s fór fram á föstudaginn í Dublin. Nick Cave og Glen Hansard sungu og Það var dansað. Shane*s hefur verið minnst í öllum helstu fjölmiðlum heims.