Í Rokklandi dagsins verður farið víða - það er klisja en það er satt.
Við ætlum að hlusta á gítarrokk og barrokk-popp og ástarsöngva og jazz og allt mögulegt – og allt er þetta músík og allt er þetta góð músík.
Ég hitti tvo af ungu mönnunum í rokkhljómsveitinni Spacestation um daginn. Spacestation er skemmtileg hljómsveit sem minnir soldið á Strokes og Velvet Underground
og Oasis jafnvel? Spacestation er að spila á Iceland Airwaves og þeir eru með stóra drauma þessi ungu menn.
Dúkkulísurnar frá Egilstöðum hafa verið starfandi í meira en 40 ár. Þær eru ekkert alltaf að en hljómsveitin er starfandi – allar stelpurnar vinkonur og eru meira að segja fleiri í dag en í upphafi. Tvær þeirra – Erla Ragnarsdottir söngkona og Gréta gítarleikari voru að senda frá sér plötu bara tvær – Lífið er ljóðið okkar. Ég hitti þær og spjallaði við þær á föstudaginn þegar þær héldu lítið útgáfuboð á nýjum litlum bar og veitingahúsi og hóteli við Ránargötu.
Og svo er það gítarinn – Gítarveisla Bjössa Thor - 20 ára afmæl fór fram fimmtudagskvöldið í Bæjarbíó í Hafnarfirði. Þar var margt um manninn – smekkuppselt og tveir erlendir gestir; Robben Ford og Mike Stern sem spilaði með Blood Sweat and tears í upphafi ferils síns – spilaði svo með Jaco Pastorius og Miles Davis – og hann er handhafi Gullnaglarinnar í ár. Önnur gítarhetja – Þráinn Árni Baldvinsson úr Skálmöld spjallaði við Mike Stern fyrir Rokkland – hann veit hvernig á að spyrja gítarleikara spjörunum úr. Og þetta er ekki allt – það er meira!