Mest fer fyrir ensku hljómsveitinni Tindersticks sem er á leiðinni til landins til að halda tónleika þriðjudaginn 29. október. Hljómsveitin er að koma í þriðja sinn til íslands - Spilaði á Nasa 2008 og svo í Hljómahöllinn í Reykjanesbæ 2020.
Óli P. spjallað við Stuart Staples söngvara Tindersticks á Zoom um daginn um nýju plötuna, æskuna – áhrifavalda, lagasmíðar og fleira.
Kris Kristofferson kemur líka við sögu í þættinum, Óli P. spjallaði við hann í síma fyrir 20 árum og við heyrum brot af því og brot frá tónleikunum hans í Laugardalshöll 14. Júní 2004 sem Rás 2 hljóðritaði. Kris lést síðasta sunnudag - 88 ára að aldri.
Við heyrum líka aðeins í Leonard Cohen í Laugardalshöll sumarið 1988 og Robert Smith úr The Cure segir okkur örlítið frá væntanlegri plötu – og nýja lagið þeirra – Alone.
En við byrjum í grænum almenningsgarði í Bristol með Massive Attack.