Guðrún Valdís starfar sem ráðgjafi hjá tölvuöryggisfyrirtækinu Syndis og vinnur í rauninni við að "hakka" á hverjum degi. Við ræðum við hana um starfið, tölvuöryggismál og tölvuárásirnar sem herjað hafa á íslensk fyrirtæki og áhrifavalda undanfarið. Spjallið var virkilega skemmtilegt og upplýsandi um þetta svið sem er að verða sífellt stærri partur af daglegu lífi okkar allra.