Valur Þráinsson er aðalhagfræðingur samkeppniseftirlitsins. Hann ræðir við okkur um risafyrirtækin sem hafa sprottið upp í kringum tæknisenuna síðustu 50 ár en hafa farið á flug síðasta áratuginn. Þessi fyrirtæki eru orðin nýjar skepnur sem við höfum ekki séð áður. Valur spjallar með okkur um hvernig það gerðist, hlutverk þessarra fyrirtækja, ábyrgð, skyldur og hvað eiginlega sé í gangi?