Sveriges mest populära poddar

Víðsjá

Birnir Jón Sigurðsson

51 min • 15 januari 2025
Birnir Jón Sigurðsson, sviðslistamaður og rithöfundur, segist ekki hafa átt sterkar fyrirmyndir á unga aldri. En hann dáist almennt að listafólki sem er áhugasamt, jákvætt, spennt og drífandi. Honum líður best í óvissunni, þegar það er ekkert handrit, og planar aldrei langt fram í tímann. Kannski þess vegna er hann svo hrifinn af samsköpun í leikhúsinu. Birnir hefur gefið út bækurnar Strá og Fuglabjargið og meðal annars sett á svið verkin Kartöflur, Fuglabjargið, Sund og Sýslumann dauðans, en það síðasta var afrakstur vinnu hans sem leikskáld Borgarleikhússins. Birnir hlaut hvatningarverðlaun Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins í síðustu viku og hann er gestur Víðsjár í svipmynd dagsins. Við ræðum meðal annars innblástur og útblástur, umhverfismál og hlutverk listamannsins, samhljóm í listinni og töfra samsköpunar.
Kategorier
Förekommer på
00:00 -00:00