Sveriges mest populära poddar

Víðsjá

Elín Gunnlaugsdóttir á Myrkum, Anna Rós Árnadóttir ljóðskáld, Rakarinn í Sevilla /rýni, Jelena Ciric pistill

53 min • 23 januari 2025
Við hefjum þáttinn á því að taka á móti Önnu Rós Árnadóttur, handahafa Ljóðstafs Jóns úr Vör. Anna Rós les sigurljóðið Skeljar og segir frá innblæstrinum að baki. Myrkir músíkdagar hefjast á morgun og standa yfir fram á sunnudagskvöld með fjölda viðburða. Meðal þeirra eru tvær öróperur Elínar Gunnlaugsdóttur fluttar í stigunum í opnu rými Hörpu. Elín segist hafa sérstaklega gaman af því að leika sér með rými. Það setji klassísk verk eins og öróperurnar hennar í annað samhengi og geri þau aðgengilegri. Elín verður gestur okkar í dag. Jelena Ciric fjallar í pistli um tónlistarfólk sem gaf aðeins út eina hljómplötu í fullri lengd á ferlinum, en sem náði samt að setja mark sitt rækilega á tónlistarsöguna. Og Trausti Ólafsson rýnir í Rakarann í Sevilla í uppsetningu sviðslistahópsins Óðs.
Kategorier
Förekommer på
00:00 -00:00