Sveriges mest populära poddar

Víðsjá

Gestabók, Hundrað þúsund, Rætur að rekja í Nýlistasafni

55 min • 13 maj 2024
Gestabók nefnist safn smásagna sem hverfast allar um sömu veisluna og gestina sem þangað koma þó flestir virðist koma í veislu af skyldurækni en löngun. Að baki bókinni eru 10 ritlistarnemar og 3 ritstjórnarnemar við Háskóla Íslands. Við ræðum við Karólínu Rós, Birgittu Björgu og Vigni Rafn í þætti dagsins Í Nýlistasafninu opnaði um liðna helgi útskriftarsýning meistaranema í myndlist við Listaháskóla Íslands. Rætur að rekja – hin örþunna íðilrót nefnist sýningin þar sem átta listamenn sýna útskriftarverkefni sem marka lok á tveggja ára námi. Við ræðum við sýningarstjórann Birtu Guðjónsdóttur og útskriftarnemana Sunnevu Ásu Weishappel og Julie Sjöfn Gasiglia. Trausti Ólafsson rýnir í óperuna Hundrað þúsund sem sýnd er í Kassanum í Þjóðleikhúsinu.
Kategorier
Förekommer på
00:00 -00:00