Sveriges 100 mest populära podcasts

Draugar fortíðar

Draugar fortíðar

Flosi Þorgeirsson fræðir Baldur Ragnarsson um áhugaverða liðna atburði.

Prenumerera

iTunes / Overcast / RSS

Webbplats

draugarfortidar.podbean.com

Avsnitt

#178 Hægri umferð

Sú var tíðin að sagnfræði fjallaði aðallega um hin ?stóru efni?. Viðfangsefnin voru konungar, keisarar og heimsveldi. Eins og aðrar fræðigreinar hefur hún þróast og í dag má heyra talað um allskonar sögurannsóknir. Það er nefnilega oft áhugaverð saga á bakvið ýmislegt sem í fyrstu virðist ekki sérlega merkilegt. Hægri umferð var tekin upp á Íslandi þann. 26. maí 1968 á hinum svokallaða H-degi. Landsmenn voru spenntur fyrir þessu og undirbúningur var til mikillar fyrirmyndar. Ísland var eitt af seinustu löndum Evrópu til að gera þessa skiptingu. Í þættinum segjum við aðeins frá hvernig þetta fór fram hér á landi. Við skoðum einnig hvað olli því að vinstri umferð var eitt sinn algengari og hvernig það á rætur að rekja til stríðsreksturs og heimsvaldastefnu. Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon

Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
2024-02-07
Länk till avsnitt

#173 Óvinkonur Guðs - Sérstakur gestur: Dr. Yngvi Leifsson

Við höfum áður minnst á ólíkar nálgunaraðferðir sagnfræðinnar. Ein þeirra er einsagan. Þar skoða sagnfræðingar samfélagið og söguna frá einstaklingum. Oft er ekki um að ræða þjóðarleiðtoga eða ráðamenn. Frekar er það almenningur eða jafnvel fólk sem taldist vera neðarlega í goggunarröð samfélagsins. Í þessum þætti fáum við góðan gest í heimsókn en það er sagnfræðingurinn Yngvi Leifsson. Hann hefur lengi dvalist í borginni Salamanca á Spáni og stundað sínar rannsóknir þar. Salamanca var á sínum tíma talin einhverskonar "höfuðborg vændis" í Evrópu. Yngvi hefur rannsakað sögur þeirra kvenna og sérstaklega eitt ákveðið hús sem kallað var "Galeiðan". Það var hugsað sem einskonar betrunarheimili fyrir þær konur sem þóttu hafa glatað trausti drottins með sínu "ósiðlega" líferni. Þetta er afar áhugaverð saga sem varpar sérstöku ljósi á aðstæður almennings á Spáni á síðari hluta átjándu aldar.

Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon

Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
2024-01-03
Länk till avsnitt

#167 Ísrael - Palestína 3. þáttur - Intifada, PLO, Hamas og Hezbollah

Árið 1987 sauð upp úr á Vesturbakkanum og Gaza. Ísraelar höfðu stóraukið umsvif á landnemabyggðum og hert mjög allt eftirlit. Palestínumenn hófu að kasta grjóti og var svarað með kúlnahríð. Í kjölfar þessarra átaka minnkaði mjög stuðningur við PLO en öfgafull samtök múslíma sem kölluðu sig Hamas fengu mikinn meðbyr. Í Líbanon fór að bera meira á herskárri hreyfingu sem kallast Hezbollah. Í þessum þætti ljúkum við yfirferð okkar um þessa hatrömmu deilu fyrir botni Miðjarðarhafs. Við skoðum helstu samtök sem mest hefur borið á í baráttunni gegn Ísrael. Við veltum því einnig fyrir okkur hvernig framtíðin gæti orðið á þessu svæði. Aðeins er rúmur mánuður frá því að Ísrael upplifði sinn blóðugasta dag í þessarri deilu síðan 1948. Því miður virðist sem raddir hinna hófsömu séu orðnar veikar, jafnt hjá Ísraelum og Palestínuaröbum. Þessi þáttur er í boði Draugahjarðarinnar á Patreon! ?? Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon

Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
2023-12-11
Länk till avsnitt

#166 Ísrael - Palestína 2. þáttur - Stríð á stríð ofan

Ísraelsríki var stofnað í maí 1948 og hóf tilveru sína strax með því að berjast hatrammlega fyrir henni. Aðeins fáum klukkustundum eftir að sjálfstæðisyfirlýsingin var tilkynnt, réðust herir frá Egyptalandi, Sýrlandi, Líbanon og Írak inn í landið. Ísrael var þá að mestu án öflugra vina en nú sárvantaði þá vopn og verjur. Aðeins voru til vopn fyrir einn hermann af þremur. Í snarhasti tókst að kaupa vígtól frá Frakklandi og Tékkóslóvakíu. Ísrael var fljótt að snúa vörn í sókn og hrinti árás Arabaríkjanna. Í þessum þætti munum við einnig skoða mikilvæg átök sem fylgdu í kjölfarið og spannar þátturinn að mestu árin 1948 - 1982. Hér verða einnig útskýrð heiti sem nánast allir  á fullorðinsaldri hafa einhverntíma heyrt í fréttum: Gaza, Golan-hæðir og Vesturbakkinn. Þessi þáttur er í boði Draugahjarðarinnar á Patreon! ?? Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon

Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
2023-12-11
Länk till avsnitt

#165 Ísrael - Palestína 1. þáttur - Síonismi og leiðin aftur til landsins helga

Um þessar mundir standa yfir blóðug átök á Gaza-svæðinu. Allt frá stofnun Ísraels-ríkis árið 1948 hefur verið mikil ólga í kringum það. Við vildum skyggnast aðeins inn í þessa sögu. Hvers vegna er barist og hví var Ísraels-ríki stofnað nákvæmlega á þessum stað, við mikil mótmæli þeirra sem þar bjuggu fyrir? Til að fá heildarmynd verðum við að byrja ferð okkar mun fyrr. Þessi þáttur skoðar sköpun þeirrar hugmyndafræði sem kallast Síonismi og snerist um það markmið að koma á fót og viðhalda gyðingalandi í hinu sögulega svæði Ísrael, sem þá var hluti af Ottómanaveldi. Hugtakið "síonismi" er dregið af "Síon", sem er tilvísun í biblíulegt hugtak um Jerúsalem og Ísraelsland. Síonismi var svar við langri sögu gyðingaofsókna og gyðingahaturs í Evrópu sem hafði jafnvel versnað til muna er þjóðerniskennd og þjóðríki komu til sögunnar. Síonismi reyndi að koma til móts við þörf gyðinga fyrir öruggt og viðurkennt heimaland. Hreyfingin komst á skrið snemma á 20. öld, sérstaklega eftir Balfour-yfirlýsinguna frá 1917, þar sem bresk stjórnvöld lýstu yfir stuðningi við stofnun ?þjóðarheimilis gyðinga? í Palestínu. Þessi þáttur er í boði Draugahjarðarinnar á Patreon! ?? Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon

Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
2023-12-11
Länk till avsnitt

#169 Pólitík og fótbolti: Lutz Eigendorf, Matthias Sindelar o.fl.

Við heyrum oft fólk segja að pólitík eigi ekki heima í listum og íþróttum. En er það rétt? Hafa listamenn í gegnum tíðina ekki bara verið mjög pólitískir heldur hreinlega haft áhrif á því sviði? Hafa Bob Dylan og Bubbi Morthens ekki verið pólitískir. Í þessum þætti ætlum við að skoða hvernig fótbolti og stjórnmál hafa rekist á hvort annað. Við tökum fyrir þá Lutz Eigendorf og Matthias Sindelar. Frábæra fótboltamenn sem margir telja að hafi verið ráðinn bani af tveimur illræmdustu leyniþjónustum sögunnar: Stasi og Gestapo. Einnig kíkjum við á aðra fótboltamenn sem hafa mikið skipt sér af stjórnmálum. Einn þeirra er meira að segja forseti síns heimalands í dag. Við skoðum einnig aðra sem aldrei hafa farið dult með sínar stjórnmálaskoðanir. Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
2023-12-06
Länk till avsnitt

#164 Saga Tíbet

Tíbet á sér ríka og flókna sögu sem nær aftur til forsögulegra tíma. Ríkið Zhangzhung, sem var til á milli 500 f.Kr. og 625 e.Kr. er talið undanfari síðari tíma tíbetska konungsríkja. Tíbetska veldið var stofnað á 7. öld og stóð fram á 9. öld. Eftir tímabil sundrungar á 9.-10. öld og endurvakningu búddismans á 10.-12. öld, urðu til þrír af fjórum helstu skólum hins tíbetska búddisma. Tíbet varð í raun sjálfstætt á 14. öld og var stjórnað af ýmsum aðalsættum næstu 300 árin. Snemma á 18. öld varð Tíbet áhrifasvæði Qing-ættarinnar og var það þar til ættarveldið féll. Árið 1959, í kjölfar stríðsátaka við Kína, flúði Tenzin Gyatso, hinn 14. Dalai Lama, í til Indlands og myndaði þar útlagastjórn. Sjálfstjórnarsvæðið Tíbet var stofnað í kjölfar innlimunar Kína í Tíbet. Sjálfstæðisbarátta og harðar ásakanir á hendur Kínverjum vegna mannréttindabrota hafa einkennt umræðuna um þetta merkilega svæði undanfarna áratugi. Kínverjar og stuðningsmenn þeirra hafa aftur á móti haldið því fram að Tíbet hafi verið langt frá því að teljast eitthvað sæluríki undir stjórn Dalai Lama. Þar hafi ríkt gamaldags lénsskipulag og fámenn aðalsætt hafi hagnast á undirokun og kúgun alþýðunnar. Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
2023-11-01
Länk till avsnitt

#160 Strand togarans Friedrich Albert árið 1903

Mörg skip hafa farist við Íslandsstrendur. Það er kaldranaleg tilhugsun að svartur sandur og hvítir jöklar hafa stundum verið það síðasta sem margir erlendir sjómenn sáu áður en hafið og kuldinn tóku líf þeirra. Stundum gerast atvik sem maður getur þó ekki annað en gapað yfir. Þátturinn í dag fjallar um slíkan viðburð sem átti sér stað fyrir 120 árum. Þá strandaði þýskur togari á einum allra versta stað sem hægt var að stranda á við þetta harðbýla land með sínum vægðarlausu vindum. Togarinn strandaði á Skeiðarársandi. Þessir menn neituðu þó að gefast upp og er saga þeirra hreint ótrúleg og vitnisburður um hvað er fólki fært ef lífsviljinn slokknar ekki. Barátta tók þó sinn toll og kom þá til kasta landa okkar sem fundu þá nær dauða en lífi. Þar hefst önnur hetjusaga þar sem íslenskir læknar og aðstoðarfólk þeirra vinna afrek. Þetta er harmsaga en inniheldur einnig hugrekki og von. Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
2023-10-04
Länk till avsnitt

#156 Þorskastríðin. 1. þáttur: Aðdragandi

Á 20. öld átti Ísland í hatrammri deilu um fiskveiðilögsögu við margar þjóðir. Hörðust var deilan við Bretland sem sendi sjálfan flotann í þrígang á Íslandsmið til að skakka leikinn. Bretar göntuðust með að ekki væri nóg að það væri "Cold War", heldur væri nú komið "Cod War", eða þorskastríð. Nafnið hefur fest sig í sessi þrátt fyrir að þetta hafi á engan hátt verið stríð, í fullri merkingu þess orðs. Þessi deila er merkileg að mörgu leyti. Nú gátu stórveldi ekki lengur vaðið yfir þau smáu í krafti herstyrks. Ísland og Bretland voru saman í hernaðarbandalagi og vera Íslands þar var afar mikilvæg hvað öryggi Bretlands varðaði. Breytingar og umbætur á hafréttarlögum spiluðu einnig stórt hlutverk og nýttu Íslendingar sér það óspart, með góðum árangri. Deilan varð þó svo hörð að ýmsir óttuðust að Ísland myndi jafnvel senda bandaríska herinn úr landi. Ekkert varnarmálaráðuneyti á Vesturlöndum vildi sjá það gerast. Deilan er því ansi áhugaverð hvað alþjóðasamskipti og sögu kalda stríðsins varðar. Allir fjórir þættir septembermánaðar verða um þorskastríðin. Við mælum með því að rifja upp kynni við þátt númer 79 sem heitir "Togaraskelfirinn" og fjallar um landhelgisgæslu Dana við Ísland í upphafi 20. aldar. Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
2023-09-06
Länk till avsnitt

#151 Landbúnaður í Albaníu

Flosi hefur oft sagt að hægt sé að gera nær allt áhugavert, nema mögulega landbúnaðarsögu Albaníu. Þetta er svona göngugrína (e. running gag) sem hlustendur þekkja ágætlega. Í hverjum þætti fá styrktaraðilar á Patreon að velja um þrjú umfjöllunarefni. Hið hlutskarpasta verður svo tekið fyrir í einum þætti. Það er Flosi sem sér um að koma með tillögur að þætti. Hins vegar er frestunarárátta hans stundum svo alvarleg að Baldur þarf rækilega að minna hann á. Síðast er þetta átti sér stað setti Baldur honum þá afarkosti að vera tilbúinn á tíma með efnið, ellegar myndi Baldur velja þrjú efni og yrði Flosi að hlíta niðurstöðunni. Flosi brást og því gátu hlustendur valið um eftirtalin þrjú atriði: 1. Saga vatnshelds klæðnaðar. 2. Gláka. 3. Landbúnaðarsaga Albaníu. Er skemmst frá því að segja að númer þrjú vann með yfirburðum. Hægt er að saka Flosa um margt, enda breyskur maður með afbrigðum en hugleysi býr hann þó ekki yfir. Því brást hann vel við þessari áskorun og þátturinn fjallar um sögu Albaníu með fókus á landbúnað. Tókst Flosa að gera efnið áhugavert? Dæmið sjálf. Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
2023-08-02
Länk till avsnitt

#147 Barnið í loftbelgnum

Þann 15. október 2009 fékk neyðarlína Bandaríkjanna óhugnanlegt símtal. Hinum megin á línunni var skelfingu lostinn faðir. Með grátinn í kverkunum sagði hann sex ára son sinn hafa farið inn í heimasmíðaðan loftbelg sem hefði losnað og væri nú kominn í mörg hundruð metra hæð. Viðbragðsaðilar víðs vegar voru kallaðir út og m.a. sendi Þjóðvarðliðið eina Black Hawk herþyrlu í leitina. Betur fór en á horfðist en fljótlega fór fólk að gruna að ekki væri allt með felldu. Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
2023-06-07
Länk till avsnitt

#142 Konurnar í lífi Hitlers

Þegar þeirri spurningu er kastað fram hver sé mögulega versta manneskja sem verið hefur uppi, kemur nafn Adolf Hitlers fljótt upp. Hann leiddi þjóð sína og raunar veröldina alla út í verstu og mannskæðustu styrjöld sögunnar. Ofstækisfullar skoðanir hans voru fullar af hatri og illsku. Það er erfitt að ímynda sér að þannig maður hafi getað elskað. Þó er það svo að Adolf Hitler átti í ástarsamböndum eða a.m.k. mjög nánu sambandi við nokkrar konur. Sögur þeirra eru sorglegar enda var greinilega ekki tekið út með sældinni að vera kærasta Hitlers. Í þessum þætti skoðum við þær þrjár sem virtust eiga í nánu sambandi við einræðisherrann alræmda. Það eru þær Geli Raubal, Unity Mitford og Eva Braun. Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
2023-05-03
Länk till avsnitt

#138 Laxdæla saga

Styrktaraðilar á Patreon fengu að velja um þrjár Íslendingasögur: Gunnlaugs saga Ormstungu hlaut aðeins 18% atkvæða. Gísla saga Súrssonar fékk 37%. Það var því ljóst að flest vildu heyra okkur taka fyrir Laxdæla sögu sem fékk 45%. Hún er ein af þessum stóru. Við höfum áður fjallað um Njáls sögu, Grettis sögu og Egils sögu. Því má segja að við séum nú búnir að fullkomna þessa yfirferð. Laxdæla er alveg einstök hvað þessar miðaldabókmenntir varðar. Hún er lang dramatískasta sagan og hefur oft vakið athygli fyrir sterka og fyrirferðarmikla kvenkaraktera. Sumir telja að hún hljóti að hafa verið skrifuð af konu.

Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
2023-04-05
Länk till avsnitt

#133 Terry Jo Duperrault

Duperrault hjónin bjuggu í Wisconsin ásamt þremur börnum sínum. Þar er veturinn afar kaldur og þau hafði lengi dreymt um að fara í ferðalag á hlýjar slóðir á þeim tíma. Sumarið 1961 höfðu þau safnað fyrir draumaferðinni: Siglingu frá Florida til Bahamaeyja. Þau leigðu bát og fengu Julian Harvey til að stjórna fleyinu. Eiginkona Harvey kom einnig með og ætlaði að sjá um matreiðslu. Þetta átti að verða mikil skemmtiferð og var það framan af. Hins vegar breyttist hún í hreinræktaða martröð og hrylling. Hin 11 ára gamla Terry Jo Duperrault upplifði það að verða skyndilega munaðarleysingi og við tóku hræðilegir sólarhringar þar sem hún flaut alein langt úti á hafi, án vatns né matar. Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
2023-03-01
Länk till avsnitt

#129 Grettir Ásmundarson

Í þessum þætti skoðum við aðalsöguhetju Grettis sögu sem er ein sú þekktasta af Íslendingasögunum. Raunar verður að spyrja sig hvort rétt er að nota orðið ?hetja? yfir Gretti því hann var glæpamaður og útlagi. Vissulega drýgði hann hetjudáðir og tókst á við ill öfl sem enginn annar réði við. Þó er það harmurinn sem ræður ríkjum í Grettis sögu. Hún er saga manns sem hafði margt til brunns að bera, fáheyrðan líkamlegan styrk en einnig mikið hugrekki og óttaleysi. Í fari hans voru þó alvarlegir skapgerðarbrestir sem urðu honum að lokum að falli. Grettis saga vekur því upp margar spurningar um hvað sé hin svokallaða ?karlmennska? og mögulega eru engar Íslendingasögur sem eiga jafn vel við umræðu samtímans.

Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
2023-02-01
Länk till avsnitt

#125 Nikola Tesla

Lengi vel var serbneski uppfinningamaðurinn Nikola Tesla þekktur sem maður sem hafði hugsað stórt en ekki komið megninu af hugmyndum sínum í verk. Samt var og er óumdeilt að hann hafi lagt sitt af mörkum á þeim tíma er vísinda og uppfinningamenn voru að leggja drög að þeirri vinnu sem átti eftir að skila okkur nútímafólkinu hreint stórkostlegum uppfinningum sem ekkert okkar gæti hugsað sér að vera án. Á seinni árum og sérstaklega með tilkomu Internetsins hefur umræðan um Tesla þó tekið á sig nokkurn sérstakan blæ. Hann hefur verið kallaður mikilvægasti uppfinningamaður allra tíma, verið ljósárum á undan öllum öðrum en afbrýðisöm illmenni á borð við Thomas Edison hafi haldið aftur af honum. Honum hafa verið eignaðar svo margar uppfinningar að ekki er nokkur vafi á Tesla sé ein ótrúlegasta mannvera sögunnar ef þetta er satt. En þar liggur efinn: Hvað er satt og hvað ekki? Þeir eru til sem trúa því án efa að Tesla hafi fundið upp m.a. fyrsta eiginlega riðstraumskerfið, radarinn, örbylgjusendinn, spennubreytinn, hátalarann og jafnvel flúrlampann. Ýmislegt fleira er eignað honum. Hví er þá Nikola Tesla ekki alls staðar viðurkenndur sem mesti uppfinningamaður og tæknifrumkvöðull allra tíma? Ef allt er satt sem um hann er sagt, ættu í raun að vera styttur af honum í öllum höfuðborgum veraldar. Í þessum þætti reynum við að skoða sögu þessa manns betur og fá úr því skorið hvort Nikola Tesla er hrein mýta, glæpsamlega vanmetinn eða sambland af hvoru tveggja. Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
2023-01-04
Länk till avsnitt

#LD3 Hernámið á Austfjörðum

Baldur og Flosi fóru til Reyðarfjarðar í boði Fjarðabyggðar og Menningarstofu Fjarðabyggðar og fylltu þar gamlan hermannabragga af fólki. Síðan var farið að ræða hernámið í seinni heimsstyrjöld og sérstaklega var sjónum beint að Austfjörðum. Hvaða hlutverki gegndu Reyðarfjörður og Seyðisfjörður? Hvernig voru samskipti heimamanna og þessara ungu drengja sem voru langt frá heimkynnum sínum í harðbýlu og hrjóstrugu landi? Höfðu Þjóðverjar einhvern áhuga á Íslandi? Hvað olli því að Lenín minntist sérstaklega á Ísland í ræðu árið 1920, mörgum árum áður en styrjöldin braust út? Hví sagði þýski hershöfðinginn Karl Haushofer að sá sem réði Íslandi héldi á byssu sem væri miðað beint á Evrópu? Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
2022-12-07
Länk till avsnitt

#121 Íslandsvinurinn Pike Ward

Seint á 19. öld kom hingað Englendingur sem vildi kaupa fisk af Íslendingum. Englendingar voru á þessum tíma uppfullir af heimsveldishroka og vinsældir þeirra litlar víðast hvar. Ísland var þar engin undantekning. Enskir togaramenn vanvirtu ítrekað landhelgina og ollu skaða á veiðarfærum heimamanna og hikuðu ekki við að beita ofbeldi. Hvað var það þá í fari Pike Ward sem olli því að Íslendingar tóku ástfóstri við þennan mann? Sjálfur heillaðist hann af landinu, lærði tungumálið og eignaðist marga vini. Sumir telja að hann hafi haft ómetanleg áhrif á sjálfstæðisbaráttu og þjóðerniskennd íslendinga. Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
2022-11-02
Länk till avsnitt

#117 Byltingin á Haítí

Líklega þekkja flestir til byltinganna í Ameríku 1776 og Frakklandi 1789. Þessir atburðir eru oft nefndir sem mikilvægt skref í átt að frelsi og lýðræði í veröldinni. Vissulega eru þetta merkisatburðir og höfðu gífurleg áhrif. Þó vill oft gleymast að þessar þjóðir veittu ekki öllum í ríkinu frelsi og réttindi. Í ríkjunum voru enn margar milljónir fólks sem höfðu verið svipt frelsi sínu og það breyttist ekki. Bæði Bandaríkin og Frakkland héldu áfram þrælahaldi með tilheyrandi ofbeldi og dauða. Lang arðbærasta nýlenda Frakka var Saint - Domingue, á eyjunni Hispaniola. Þar stritaði mikil fjöldi þræla við hryllilegan aðbúnað. Þeir sem ekki létust vegna harðræðis þrælahaldara máttu þola ásókn moskítóflugna sem báru með sér banvæna sjúkdóma eins og malaríu og gulusótt. Harðneskjan var svo grimmileg að jafnvel konungur Frakklands reyndi að stemma stigu við ofbeldinu. En allt kom fyrir ekki. Að lokum sauð upp úr og þrælarnir gerðu uppreisn gegn kvölurum sínum. Byltingin á Haítí er eina þrælabylting sögunnar sem ekki tókst að berja niður. Hún er ein áhrifamesta og merkilegasta uppreisn sögunnar og á skilið meiri umfjöllun. Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
2022-10-05
Länk till avsnitt

#113 Hin djöfullega skelfing

Á fyrrihluta níunda áratugar reið einkennilegt fár yfir Bandaríkin. Foreldrar, forráðamenn og kennarar unglinga þóttu greina þess augljós merki að myrkrahöfðinginn sjálfur væri að ná tökum á þeim. Það þóttist sjá greinileg merki um fórnarathafnir og aðrar myrka starfshætti sem tengjast illþýði helvítis. Frétta - og spjallþættir voru uppfullir af umræðu um "satanic panic" og svo rammt kvað að þessu að bandaríska alríkislögreglan sá sig knúna til að setja saman teymi til að rannsaka hvort eitthvað væri hæft í þessu. Ýmis fyrirtæki urðu fyrir barðinu á þessu, þóttu ganga erinda Satans þótt þau framleiddu snyrtivörur eða annað saklaust. Hlutverkaspilið Dungeons & Dragons var fordæmt af þeim sem sáu Satan alls staðar. Þetta virkar hlálegt en á þessu er grafalvarleg hlið því þetta kostaði bandarískt samfélag margar milljónir dollara og saklaust fólk var svipt frelsi sínu og ærunni. Þetta var nánast eins og galdraofsóknir 17. aldar. En hefur "satanic panic" horfið með öllu eða aðeins breytt um svip? Í stað Satans er nú kominn hinn óþekkti Q og QAnon. Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
2022-09-07
Länk till avsnitt

#108 Flóabardagi

Sturlungaöld er mesta ófriðartímabil í sögu Íslands. Þá hafði valdajafnvægi riðlast og sterkustu ættir landsins gerðust aðsópsmeiri í að eignast jarðir og öðlast völd. Sumir hafa lýst þessu tímabili sem hreinræktaðri borgarastyrjöld þó frekar hafi þetta verið valdabarátta í samfélagi sem enn byggðist upp á einhverskonar ættbálkaskipan. Mannskæðustu orrustur Íslandssögunnar voru háðar á þessum tíma. Þetta voru alvöru orrustur þar sem margar þúsundir börðust hatrammlega. Þann 25. júní 1244 átti sér stað eina sjóorrusta sem háð hefur verið við Íslandsstrendur, milli Íslendinga. Þar mættust þeir Þórður kakali Sighvatsson, af ætt Sturlunga og Kolbeinn "ungi" Arnórsson af ætt Ásbirninga. Talið er að á milli 8-900 manns hafi barist þar. Orrustan var háð á Húnaflóa. Þessi þáttur er í boði Draugahjarðarinnar. Ef þið viljið ganga í hóp framliðinna finnið þið Draugana á Patreon hér.

Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
2022-08-03
Länk till avsnitt

#104 Harmsaga æfi minnar

Árið 1945 kom út ævisaga Jóhannesar Birkiland. Hún bar titil sem vart á sinn líka í Íslandssögunni. Bókin heitir "Harmsaga æfi minnar - Hvers vegna ég varð auðnuleysingi". Líklega hefur aldrei komið út bók á verri tíma. Hún átti ekkert erindi við almenning á þessum tíma. Fólk var uppnumið og spennt í hinu nýja lýðveldi, fullt af eldmóði tilbúið að takast á margvísleg og erfið verkefni hinnar ný-sjálfstæðu þjóðar. Bölmóður Birkilands var ekki það sem þurfti þá. Hann var hafður að háði og spotti en vegna atorku hans sjálfs, seldist bókin reyndar ágætlega. Hún hefur smátt og smátt mjakað sér fram í sólarljósið á ný enda er hún afar skemmtileg og stíllinn einstakur, rétt eins og Birkiland sjálfur.

Þessi þáttur er í boði Draugahjarðarinnar. Ef þið viljið ganga í hóp framliðinna finnið þið Draugana á Patreon hér.

Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
2022-07-06
Länk till avsnitt

#99 Paolo og plastbarkinn

Í þessum þætti skoðum við ítalska skurðlækninn Paolo Macchiarini. Hann þótti á sínum tíma einn fremsti læknir veraldar og var talið að aðgerðir hans myndu lyfta grettistaki og valda byltingu í líffæraígræðslum. Svo reyndist ekki vera og Macchiarini er nú miðpunktur í einu mesta hneykslismáli í gjörvallri sögu læknisfræðinnar. Það mál teygir jafnvel anga sína til Íslands því einn af þeim sem var svo óheppinn að lenda undir hnífnum hjá Macchiarini var Andemariam Beyene sem var þá námsmaður á Íslandi. Þetta mál er ógeðfellt og sorglegt. Því vörum við því að sumt sem fjallað er um getur valdið hlustendum óþægindum. Þessi þáttur er í boði Draugahjarðarinnar. Ef þið viljið ganga í hóp framliðinna finnið þið Draugana á Patreon hér.

Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
2022-06-01
Länk till avsnitt

#95 Ólöf gerist eskimói

Flestum er okkur kennt að það sé ljótt að ljúga. Hins vegar eru margir sammála um að lífið getur verið torfæra og sjálfsagt að fólk bjargi sér eins vel og það getur, svo lengi sem það bókstaflega skaði ekki annað fólk. Ólöf Sölvadóttir beitti lyginni óspart sér í hag. Henni til varnar má þó benda á að hún hafði ekki fengið góða vöggugjöf. Ólöf var dvergur og fædd á 19. öld, þegar eitt mesta harðæri sem Ísland hafði kynnst, síðan í Móðuharðindunum, dundi yfir þjóðina og hrakti marga úr landi að freista gæfunnar annars staðar. Saga Ólafar er mögnuð. Auðvitað má segja að það sem hún gerði hafi, stranglega tekið, verið rangt. Þó er ekki hægt annað en dást að þeirri staðfestu og sjálfsbjargarviðleitni sem einkenndi þessa einstöku konu.

Hér finnið þið Draugana á Patreon.

Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
2022-05-04
Länk till avsnitt

#94 Flotinn ósigrandi

Þann 28. maí árið 1588 lögðu um 150 skip af stað frá Lissabon. Markmið þeirra var að fara til Hollands og sækja þar innrásarlið sem átti að ráðast á England. Þessi leiðangur er kyrfilega greyptur í enska þjóðarsál sem stórfenglegur sigur Englands á einu mesta herveldi þessa tíma, að þetta hafi verið Davíð gegn Golíat. En er það raunin? Var England eitthvað aflminni en Spánn? Af hverju voru Spánverjar yfirhöfuð að standa í þessu risastóra verkefni? Við skoðum þetta og segjum einnig frá spænskum sjóliða sem upplifði hreint ótrúlegar hrakningar.

Hér finnið þið Draugana á Patreon.

Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
2022-04-27
Länk till avsnitt

Tilkynning um pásu

Við ætlum í smá pásu. Við munum samt halda Patreon-inu gangandi. Ef þið hafið áhuga á að skoða það betur finnið þið það hér: https://www.patreon.com/draugarfortidar Heyrumst síðar! ?

2022-03-03
Länk till avsnitt

#93 Refsivöndur Guðs

Rómverska heimsveldið stóð í um 1000 ár og náði að eignast fjölmarga óvini á þeim tíma. Sumir voru hættulegri en aðrir en sá sem þessi þáttur er um olli þeim miklum vandræðum og skelfingu. Nafn hans var Attila og hann var konungur Húna. Rómverjar gáfu honum meira að segja nafn þáttarins sem á frummálinu var "Flagellum Dei." Í þessum þætti skoðum við Atla og Húna hans ögn og reynum að komast að því hví nafn þessa manns er enn svo alræmt. Það eru Borg Brugghús/Bríó, Flyover Iceland og Bónus sem bjóða upp á Drauga fortíðar. ?

Draugarnir eru einnig á Patreon

Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
2022-02-23
Länk till avsnitt

#92 Konan með lampann

Flest höfum við líklega heyrt minnst á Florence Nightingale. Hún er almennt talin mikill frumkvöðull í hjúkrun og átti einna stærstan þátt í að breyta viðhorfi almennings á Vesturlöndum og víðar til greinarinnar. Hún lagði grunninn að nútíma hjúkrunarfræði sem víðast hvar er nú kennd á háskólastigi.  

Það eru Borg Brugghús/Bríó, Flyover Iceland og Sjóvá sem bjóða upp á Drauga fortíðar. ?

Draugarnir eru einnig á Patreon

Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
2022-02-16
Länk till avsnitt

#91 Týr kemst í hann krappan

Þann 6. maí 1976 gerðist atvik á hafi úti sem hefði hæglega getað breytt Íslandssögunni. Þetta er eitt alvarlegasta atvikið í þorskastríðunum svokölluðu og mátti hársbreidd muna að flaggskip Landhelgisgæslunnar skyldi ekki sökkva og mannfall verða. Það eru Borg Brugghús/Bríó, Flyover Iceland og Rokksafn Íslands sem bjóða upp á Drauga fortíðar. ?

Draugarnir eru einnig á Patreon

Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
2022-02-09
Länk till avsnitt

#90 Bjartari en þúsund sólir

Anatoli Bugorski var að athuga bilun í stærsta eindahraðli Sovétríkjanna árið 1978. Þá var hann skotinn í hnakkann. Ekki með byssukúlu heldur brást öryggiskerfið all illilega og Bugorski fékk banvænan geisla á ljóshraða í gegnum höfuð sitt. Þetta skot innihélt margfalt meira magn af geislun en nokkur maður á að þola. Talið er að geislamagnið hafi verið hátt í 300.000 röntgen en 500 röntgen er nóg til að ganga af manneskju dauðri. Það eru Borg Brugghús/Bríó og Flyover Iceland sem bjóða upp á Drauga fortíðar. ?

Draugarnir eru einnig á Patreon

Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
2022-02-02
Länk till avsnitt

#89 Guð er dauður!

Af fjölmörgum heimsspekingum sem hafa reynt að leiðbeina okkur í gegnum táradalinn og tilvistarkreppuna, er Friedrich Nietzsche líklega einn sá þekktasti og áhrifamesti. Flest okkar þekkjum fræga frasa hans eins og til dæmis nafn þáttarins. En hvað átti Nietzsche við er hann sagði Guð dauðan? Hvað meinar hann er hann segir að við eigum að reyna að verða ofurmenni? Var Nietzsche nasisti og gyðingahatari? Hví er Nietzsche ennþá svona vinsæll? Í þessum þætti reynum við að kynnast þessum sérstaka náunga með hið magnaða yfirskegg ögn nánar. Það eru Borg Brugghús/Bríó, Bónus og Sjóvá sem bjóða upp á Drauga fortíðar. ?

Draugarnir eru einnig á Patreon

Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
2022-01-26
Länk till avsnitt

#88 Nostradamus: Sjáandi eða svikahrappur?

Véfréttir, sýnir, bölbænir, berdreymni eða spádómar. Í gegnum mannkynssöguna hefur ekki verið skortur á fólki sem hefur talið sig sjá lengra en nefið nær. Þó er nokkuð athyglisvert að af öllum þeim frægu spámönnum sem hafa birst í gegnum tíðina, þá gnæfir einn yfir öllum hinum: Nostradamus. Þó að hann hafi nú legið í gröf sinni í fjórar og hálfa öld hefur orðspor hans lítið dvínað. Hvað veldur því? Er yfirhöfuð eitthvað að marka manninn sem sagt er að hafi séð fyrir ris og fall Adolf Hitlers, morðið á John F. Kennedy og fall tvíburaturnanna? Það eru Borg Brugghús/Bríó, Bónus og Rokksafn Íslands sem bjóða upp á Drauga fortíðar. ?

Draugarnir eru einnig á Patreon

Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
2022-01-19
Länk till avsnitt

#87 Uppgjöf er ekki í boði

Á Vesturlöndum erum við vön því að heyra sögur af hermönnum sem gáfust upp og voru þá meðhöndlaðir samkvæmt alþjóðalögum um meðferð stríðsfanga, svokallaðri Genfar-samþykkt. Ekki hafa þó allar þjóðir samþykkt þessi lög. Einnig má finna ýmislegt hrollvekjandi í menningu ýmissa landa, hvað varðar stríð og uppgjöf. Sums staðar er það, að gefast upp fyrir óvininum, álitið svo mikil smán að viðkomandi á nánast ekki heimangengt og er fyrirlitinn af öllum. Þessi þáttur fjallar um hermenn sem héldu áfram baráttu, jafnvel þó stríðinu væri löngu lokið. Það eru Borg Brugghús/Bríó, Flyover Iceland og Bónus sem bjóða upp á Drauga fortíðar. ?

Draugarnir eru einnig á Patreon

Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
2022-01-12
Länk till avsnitt

#86 Joseph Beyrle

Sögusviðið er seinni heimsstyrjöld 1944 -1945. 19 ára gamall drengur frá Michican-fylki í Bandaríkjunum kastar sér niður í fallhlíf yfir Frakklandi. Hann er fljótt tekinn til fanga og færður í þýskar fangabúðir. Þaðan reynir hann ítrekað að sleppa og tekst það nokkrum sinnum en alltaf handsamaður aftur. Í eitt skiptið nær hin illræmda Gestapó honum og hann er heppinn að lifa af þau kynni. Að lokum sleppur hann og finnur sovéska skriðdrekasveit sem stjórnað er af Alessöndru Samusenku, eini skriðdrekaforinginn í síðari heimsstyrjöld sem var kona. Með þeim tekst vinátta, Josehp berst með sovéska hernum og tekst meira að segja að frelsa fangabúðirnar þar sem hann sjálfur var í haldi. Sumar sögur eru þannig að maður hugsar: "Af hverju er ekki búið að gera kvikmynd um þetta!?" Þetta er ein af þeim sögum. Joseph Beyrle er bandarísk hetja en hann er jafnvel enn meiri hetja í Rússlandi, einnig í nútímanum. Vandamálið er bara að Rússland og Vesturlönd hafa nær aldrei verið neitt sérstakir vinir. Þess vegna er þessi kvikmynd ekki til. Nú er þó til íslenskur hlaðvarðsþáttur um hina ótrúlegu sögu Joseph Beyrle.

Það eru Borg Brugghús/Bríó og Bónus sem bjóða upp á Drauga fortíðar. ?

Draugarnir eru einnig á Patreon

Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
2022-01-05
Länk till avsnitt

#85 Málmurinn sem mótaði mannkynið

Þáttur dagsins fjallar um samband mannkynsins við efni. Nánar tiltekið ákveðinn málm. Erfitt er að ímynda sér heiminn og allt það sem mannkynið hefur áorkað ef fólk hefði aldrei náð að höndla þetta efni sem forfeður okkar og mæður trúðu að væri gjöf frá guðunum. Hér er ekki um að ræða glitrandi gull, skínandi silfur eða krúttlegan kopar. Málmurinn sem mótaði mannkynið er hið gráa og harða STÁL. Það eru Borg Brugghús/Bríó og Omnom sem bjóða upp á Drauga fortíðar. ? Draugarnir eru einnig á Patreon

Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
2021-12-29
Länk till avsnitt

#84 Japan verður stórveldi

Í þessum mánuði var þess minnst í Bandaríkjunum að 80 ár voru liðin frá því að keisaraveldið Japan réðst með herafli gegn þeim. Bandaríkjamenn tala oft um þessa árás sem huglausa og að hún hafi komið fullkomlega á óvart. Bandaríkin hafi ekki átt neitt sökótt við Japan. Getur það verið? Árið 1853 sigldi bandarískur floti til Japan og hótaði öllu illu, fengju þeir ekki sínu framgengt. Hvað gekk þeim til? Gæti þetta allt verið tengt? Var nýlendustefnunni aðeins framfylgt í Afríku, ekki Asíu? Í þessum þætti skoðum við hversu mikilvægt er að skoða mannkynssöguna frá öllum sjónarhornum.

Það eru Borg Brugghús/Bríó og Bónus sem bjóða upp á Drauga fortíðar. ? Draugarnir eru einnig á Patreon

Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
2021-12-22
Länk till avsnitt

#83 Átökin á Norður-Írlandi

Í þessum þætti er fjallað um átökin á Norður-Írlandi sem Írar kalla vanalega "The Troubles". Íslendingar eru vanir því að þurfa að kljást við óblíð náttúruöfl. Sem betur fer höfum við sama sem ekkert kynnst því að eiga í illdeilum við aðrar þjóðir. Hvað þá að hópar innan þjóðarinnar sjálfrar berist á banaspjótum. Ein nágrannaþjóð hefur aftur á móti fengið að kynnast því allt of vel. Það eru íbúar Írlands, eyjunnar grænu í suðri. Í 30 ár ríkti þar óöld og nánast borgarastyrjöld. Breski herinn mætti á svæðið og átti að stilla til friðar. Nærvera hans gerði þó aðeins illt verra. Það eru Borg Brugghús/Bríó, Flyover Iceland og Rokksafn Íslands sem bjóða upp á Drauga fortíðar. ? Draugarnir eru einnig á Patreon

Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
2021-12-15
Länk till avsnitt

#82 Hefnd af himnum ofan

Líklega hafa fæst okkar upplifað sanna hefndarlöngun. Hér er átt við hefnd sem sprottin er af djúpstæðu hatri. Löngun til að valda fólki alvarlegum skaða eða dauða. Belgíski baróninn Jean de Selys Longchamps brann af hatri. Hatrið í honum dofnaði ekki, þvert á móti. Að lokum lét hann til skarar skríða. Baróninn hafði yfir að ráða einni fullkomnustu vígvél samtímans. Hefndaraðgerð hans myndi hafa áhrif og vekja athygli. Það eru Borg Brugghús, Bríó og Sjóvá sem bjóða upp á Drauga fortíðar. ? Draugarnir eru einnig á Patreon

Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
2021-12-08
Länk till avsnitt

#81 Litli risinn

Strax í barnæsku var ljóst að Richard Flaherty yrði dvergvaxinn. Hann mátti þola mikla stríðni og erfiðleika vegna vaxtarlagsins. En Richard sneri vörn í sókn, hóf að æfa bardagalistir af miklum móð og ákvað að gerast hermaður. Hann fékk undanþágu til að komast í herinn en þá var Richard aðeins 144 sentimetrar. Þetta stöðvaði ekki Richard sem rakaði til sín heiðurspeningum fyrir frækilega framgöngu. Auk þess að vera sérsveitarmaður í bandaríska hernum, vann Richard einnig fyrir CIA og ATF. Lífshlaup hans var einfaldlega alveg magnað. Draugar fortíðar eru í boði Borg Brugghús og Bríó. ? Draugarnir eru einnig á Patreon

Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
2021-12-01
Länk till avsnitt

#80 Draugar

Stuðningsfólk okkar á Patreon fær reglulega að velja um nokkur efni sem þau vilja heyra okkur taka fyrir. Að þessu sinni stóð valið á milli þriggja fyrirbæra úr íslenskum þjóðsögum en það voru draugar, tröll og huldufólk. Skemmst er frá því að segja að draugarnir sigruðu með yfirburðum. Það er kannski vel við hæfi. Bæði passar það vel við nafnið á hlaðvarpinu en einnig spilar það mögulega inn í að draugar eru Íslendingum afar hugleiknir. Kannanir sýna að yfir 70% Íslendinga telja mjög líklegt eða öruggt að vofur og afturgöngur séu raunveruleg fyrirbrigði. Í þessum þætti skoðum við þetta nánar og segjum aðeins frá helstu draugum íslenskra þjóðsagna. Það eru Borg Brugghús/Bríó, Bónus og Sjóvá sem bjóða upp á Drauga fortíðar. ? Hér finnið þið Patreon-ið

Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
2021-11-24
Länk till avsnitt

#79 Togaraskelfirinn

Flestum er kunnugt um fiskveiðideilur við Bretland og fleiri ríki á seinni hluta 20. aldar sem í daglegu tali eru kölluð "þorskastríðin." Þetta vandamál nær þó mun lengra aftur enda var það þegar á síðmiðöldum að útlendingar hófu að senda hingað fiskiskip. Iðnbyltingin gerði það þó að verkum að í lok 19. aldar voru þetta ekki lengur seglskip, heldur stórir stáltogarar sem létu greipar sópa, Íslendingum til mikils ama. Danmörk átti að sjá um landhelgisgæslu og sendu hingað skip til að fylgjast með landhelgisbrjótum. Íslendingar voru yfirhöfuð óánægðir með störf þeirra. Þeir þóttu linir og ragir við að stugga við togurum stórþjóða. Oft veiddu erlendir togarar langt innan landhelgi og fóru í engu eftir lögum. Þetta breyttist þó vorið 1905 er hingað kom varðskipið Hekla og skipherrann Carl Georg Schack. Hann varð fljótlega alræmdur meðal erlendra fiskimanna en Íslendingar litu á hann sem þjóðhetju. Björn Þorsteinsson sagnfræðingur gaf honum viðurnefni sem lýsir honum vel: Togaraskelfirinn. Það eru Borg Brugghús/Bríó, Bónus og Omnom sem bjóða upp á Drauga fortíðar. ? Draugarnir eru einnig á Patreon

Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
2021-11-17
Länk till avsnitt

#78 Plast

Erfitt er að ímynda sér hvernig heimurinn var áður en plast var fundið upp. Matarílát voru iðulega úr postulíni, viði og jafnvel málmi. Auk þess voru alls kyns dýraafurðir notaðar í miklum mæli. Plastið er ótrúlegt efni, svo endingargott að það tekur margar aldir að brotna fullkomlega niður. Það þýðir að nær allt plast sem hefur verið framleitt er enn á plánetunni í einhverjum mæli. En þessi kostur plastsins er einnig þess stóri ókostur. Auk þess er framleiðsla á því að aukast, ekki minnka. Mest af því notum við aðeins einu sinni og svo er því hent. Ekki sérlega gáfuleg notkun á efni sem endist í 500 ár. Í þessum þætti skoðum við sérstaklega áhrif þess á nokkuð sem er báðum þáttastjórnendum kært: Hafið. Það eru Borg Brugghús/Bríó og Bónus sem bjóða upp á Drauga fortíðar. ? Draugarnir eru einnig á Patreon

Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
2021-11-10
Länk till avsnitt

#77 STASI Football Club

Erfitt er að lýsa kalda stríðinu og því ástandi sem var í Evrópu á þeim tíma, fyrir þeim er ekki upplifðu þetta. Annar þáttastjórnenda man eftir þessum tíma og kannski sérstaklega eftir ákveðnu landi í Austurblokkinni sem ekki er lengur til en það var Alþýðulýðveldið Austur-Þýskaland. Þar var afar illræmd leynilögregla sem sá um öryggi ríkisins. Hún hét Staatssicherheitsdienst en var iðulega kölluð Stasi. Flestum ber saman um að þetta sé ein skipulagðasta leyniþjónusta sögunnar en einnig sú illræmdasta. Stasi njósnuðu um óvini ríkisins en virtust telja að mesta hættan væri innan frá. Því voru það aðallega íbúar Austur-Þýskalands sem urðu fyrir barðinu á þeim. Stasi var ekkert óviðkomandi. Hún skipti sér jafnvel af fótbolta og Berlínarliðið BFC Dynamo, almennt kallað Dynamo Berlín, varð óopinbert lið leyniþjónustunnar og þeirra sem studdu hið kommúníska kerfi. Þangað fóru bestu leikmennirnir og dómarar áttu ekki von á góðu ef þeir dæmdu ekki Dynamo í vil. Hitt liðið í Austur-Berlín var Union Berlín. Vegna þessarar gríðarlegu misskiptingar varð Union lið þeirra sem hötuðu Stasi og hin kommúnísku stjórnvöld. Það eru Borg Brugghús/Bríó og Bónus sem bjóða upp á Drauga fortíðar. ? Draugarnir eru einnig á Patreon

Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
2021-11-03
Länk till avsnitt

#76 Idi Amin

Sumt í þessum þætti getur valdið óhug. Hann er enn í dag einn þekktasti einræðisherra sögunnar. Idi Amin rændi völdum í Úganda árið 1971. Við tók tímabil sem eldra fólk í landinu á enn erfitt með að ræða um. Stjórnarfarið einkenndist af taumlausri vænisýki og ótrúlegri grimmd. Í þessum þætti reynum við að skoða hvort mögulegt sé að einhverjar af þeim hræðilegu sögum sem gengu af Amin séu mögulega ýkjur. Sagt var t.d. að í glæsivillu hans hefði meðal annars fundist ísskápur fullur af mannakjöti og að hinn mikli leiðtogi hefði reglulega lagt það sér til munns. Einnig er vert að skoða úr hvaða umhverfi Amin kom en í það blandast sagnir af hinni illræmdu nýlendustefnu stórvelda Evrópu en Úganda var mjög lengi undir stjórn Breta. Það eru Borg Brugghús/Bríó, Agla gosgerð og Bónus sem bjóða upp á Drauga fortíðar. ? Draugarnir eru einnig á Patreon

Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
2021-10-27
Länk till avsnitt

#LD1 Villta vestrið | Hljóðkirkjan & áhorfendur

Það eru eflaust fá tímabil í mannkynssögunni sem hafa ratað jafn oft á blaðsíður skáldsagna, leiksviðið eða hvíta tjaldið, eins og hið svokallaða "villta vestur" á 19. öld. Nær allir jarðarbúar kannast við sögur af harðduglegum kúrekum, blóðþyrstum indíánum og illmennum sem skjóta hvorn annan með köldu blóði í harðvítugu einvígi þar sem skjótasta skyttan sigrar. En hvar endar raunveruleikinn og skáldskapur tekur við? Hvernig stendur á því að kúrekar biómyndanna eru alltaf hvítir karlmenn? Hvar eru konurnar? Voru frumbyggjar alltaf í vígahug? Við nánari skoðun kemur í ljós að nánast ekkert úr kvikmyndunum er raunsönn lýsing á villta vestrinu og raunar var það ekkert sérstaklega "villt"! Þessi þáttur var tekinn upp á fyrsta lifandi viðburði Hljóðkirkjunnar þann 7. október 2021 á Húrra, en þar hittu Draugarnir fólk í fyrsta sinn. 

Það eru Borg Brugghús og Bríó sem bjóða upp á Drauga fortíðar. ? Draugarnir eru einnig á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
2021-10-22
Länk till avsnitt

#75 Satan fer til Svíþjóðar

Hin svokallaða "brennuöld" var tímabil á 17. öld sem einkenndist af mikilli vænisýki kristinna manna sem skyndilega sáu Satan og nornir hans í hverju horni. Klerkar og biskupar létu fangelsa, pynta og myrða fólk sem bjó yfir einhverri læknisfræðilegri þekkingu s.s. ljósmæður, grasalækna og raunar allt fólk sem þótti grunsamlegt og líklegt til að hafa selt hinum myrka herra sál sína. Jafnvel börn voru ekki undanskilin. Er þessu æði lauk í byrjun 18. aldar höfðu tugir þúsunda verið tekin af lífi. Í þessum þætti skoðum við aðeins þennan trylling og tökum við fyrir eitt ákveðið land sem er Svíþjóð. Það eru Borg Brugghús/Bríó og Sjóvá sem bjóða upp á Drauga fortíðar. ? Draugarnir eru einnig á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
2021-10-20
Länk till avsnitt

#74 Drátthagi dráparinn

Mikið vatn hefur runnið til sjávar hvað varðar réttindi samkynhneigðra og það getur verið erfitt fyrir nútímafólk að skilja hvernig aðstæður þeirra voru áður fyrr. Lög sem bönnuðu samræði fólks af sama kyni voru afnumin á Íslandi 1940 en flest ríki voru langt á eftir okkur í þessum efnum. Langt fram á áttunda áratuginn var samkynhneigð ólögleg í mörgum fylkum Bandaríkjanna. Ein borg varð nokkurs konar Mekka samkynhneigðra og margir fluttust þangað í von um betra líf. Sú borg var San Francisco í Kaliforníu. Þrátt fyrir þetta voru borgaryfirvöld og lögregla óvinveitt samkynhneigðum og þau máttu sæta ofsóknum og ofbeldi. Vanlíðan þeirra breyttist þó í fullkomna skelfingu er í ljós kom að raðmorðingi lék lausum hala í borginni og hans fórnarlömb voru allt samkynhneigðir karlmenn. Hann hafði þann undarlega hátt á að teikna mynd af mönnum og gefa þeim, áður en hann tók líf þeirra. Það eru Borg Brugghús/Bríó og Omnom sem bjóða upp á Drauga fortíðar. ? Draugarnir eru einnig á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
2021-10-13
Länk till avsnitt

#73 Skelfdi skógarhöggsmaðurinn

Um kvöldið 5. nóvember árið 1975, í Arizona fylki í Bandaríkjunum, var skógarhöggsmaðurinn Travis Walton ásamt vinnufélögum sínum á leið heim eftir langan vinnudag. Þeir voru nokkrir saman í bifreið, spjölluðu og göntuðust við hvorn annan. Skyndilega sló þögn á mannskapinn. Í gegnum trjágróðurinn sáu þeir einkennilega birtu. Innan skamms komu þeir auga á afar stóran, disklaga málmhlut sem gaf frá sér þessa sérkennilegu birtu. Hluturinn sveif í lausu lofti nokkra metra frá jörðu. Forvitnin varð öllu yfirsterkari og Travis fór út úr bílnum til að athuga þetta betur. Þá tók við atburðarás sem átti eftir að gerbreyta lífi hans. Það eru Borg Brugghús/Bríó sem bjóða upp á Drauga fortíðar. ? Draugarnir eru einnig á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
2021-10-06
Länk till avsnitt

#72 Arnarflug

Þegar velgengni íslenska landsliðsins í handbolta var sem mest, vildu sumir útskýra það þannig að samkeppnin væri lítil því svo fáar þjóðir stunduðu íþróttina af einhverri alvöru. Hvort svo sé, skal ósagt látið en það hefur gerst að íþróttafólk hefur náð að komast á stórmót vegna þess að viðkomandi þjóð hafði nær enga iðkendur viðkomandi greinar. Ýmsir...nei, reyndar ALLIR ráku upp stór augu þegar Michael Edwards birtist á vetrarólympíuleikunum í Calgary í Kanada árið 1988. Hann var afar nærsýnn og varð að troða gleraugum sínum undir skíðagleraugun. Hann þótti einnig sérstaklega ólíklegur til að stunda þá krefjandi grein sem hann keppti í. Sú íþrótt kallast skíðastökk. Það eru Borg Brugghús/Bríó, Agla Gosgerð og Síminn Pay sem bjóða upp á Drauga fortíðar. ? Draugarnir eru einnig á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
2021-09-29
Länk till avsnitt

#71 Lygum hæfa laun ill

Jean-Claude Romand virtist lifa hinu fullkomna lífi. Hann var virtur læknir sem starfaði við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina í Genf. Hann ferðaðist mikið í sínu starfi, hitti reglulega mikilvægt fólk og þjóðþekktar persónur í frönsku þjóðlífi. Fjölskylda hans og vinir voru afar stolt af honum. Það var aðeins eitt vandamál: Ekkert af þessu var satt. Romand var ekki læknir og hafði aldrei unnið við hina mikilsvirtu stofnun. Að lokum fór lygavefur hans að leysast upp og þá tók hann hræðilega ákvörðun. Það eru Borg Brugghús/Bríó og Agla Gosgerð sem bjóða upp á Drauga fortíðar. ? Draugarnir eru einnig á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
2021-09-22
Länk till avsnitt
Hur lyssnar man på podcast?

En liten tjänst av I'm With Friends. Finns även på engelska.
Uppdateras med hjälp från iTunes.